Biður íbúa Haítí afsökunar

Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

„Fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna bið ég íbúa Haítí innilegrar afsökunar,“ sagði Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, á allsherjarþingi þeirra.

Ástæðan er útbreiðsla kólerufaraldurs í landinu eftir að fellibylur reið yfir landið og varð fjölmörgum að aldurtila. Erfitt hefur verið að hefta útbreiðslu kóleru á svæðinu vegna skorts á hreinu vatni.

Hann baðst afsökunar á þremur tungumálum; ensku, frönsku og á haítísku. „Við höfum einfaldlega ekki gert nóg til að hefta útbreiðsluna,“ ítrekaði hann.

Talið er að yfir níu þúsund manns hafi látist af völdum kóleru í landinu.   

Erfitt hefur reynst að fá fjármagn í nauðsynlegt hjálparstarf, að sögn Sameinuðu þjóðanna.  

Mikil eyðilegging var á stóru landsvæði á Haítí þegar fellibylurinn Matt­hew gekk yfir landið í október. Neyðaraðstoð hefur verið stopul á svæðunum þar sem aðgangur að hreinu vatni hefur verið takmarkaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert