Bandaríkjaþing ætlar strax í janúar að hefjast handa við að afnema heilbrigðislöggjöf Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, eða um leið og Donald Trump tekur við embætti forseta.
Einhvern tíma mun taka fyrir ný lög að taka gildi því repúblikanar hafa ekki komið sér saman um hvernig ný heilbrigðislög mun líta út, að því er kemur fram á vefsíðu The Guardian.
Þetta sagði Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildar Bandaríkjaþings, í dag.
Hann sagði í ræðu sinni að þær 20 milljónir manna sem hafa nýtt sér heilbrigðislöggjöf Obama, sem kallast Obamacare, muni ekki tapa heilbrigðistryggingu sinni og fá þær því áfram aðgang að heilbrigðiskerfinu.