Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru skotnir til bana á kaffihúsi í Rynkeby-hverfinu í norðvesturhluta Stokkhólms í gær. Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að mennirnir hafi verið bræður. Árásarmennirnir ganga enn lausir.
Lögreglan í Stokkhólmi var með mikinn viðbúnað vegna málsins og umfangsmikil leit hófst að meintum árásarmönnum. Sjónvarvottar segja að þeir hafi verið grímuklæddir er þeir hófu skothríð. Þeir létu sig síðan hverfa er þeir óku á brott í hvítri bifreið.
Talsmaður lögreglunnar segir að fjölmargir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við málið og að vettvangsrannsókn standi yfir. Þá er fólk hvatt til að hafa samband hafi það upplýsingar sem geti aðstoðað lögreglu við rannsóknina.
Árásarmennirnir voru að minnsta kosti tveir að sögn lögreglu.
Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 22 að staðartíma. Ekki er búið að greina frá nöfnum bræðranna sem létust.
Sænska ríkisútvarpið hefur eftir sjónarvottum að nokkrir grímuklæddir menn hafi staðið á bak við árásina. Þeir eru einnig sagðir vera á þrítugsaldri.