Frestar afsögn fram yfir fjárlög

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. AFP

Fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, hefur fallist á að gegna áfram embætti þar til öldungadeild ítalska þingsins hefur afgreitt fjárlög vegna ársins 2017 sem gert er ráð fyrir að verði á næstu dögum. Renzi sagði af sér í dag í kjölfar þess að hann beið ósigur í þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnskipan landsins sem fram fór í gær.

Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, þarf eftir að afsögn Renzis tekur formlega gildi annaðhvort að skipa nýjan forsætisráðherra eða boða til nýrra kosninga. Niðurstaða þjóðaratkvæðisins, þar sem breytingum sem Renzi vildi koma í gegn var hafnað, hefur verið túlkuð sem andstaða við stjórnmálaelítuna á Ítalíu.

Flokkar í stjórnarandstöðunni hafa kallað eftir því að kosningum verði flýtt en óvíst er hvort af því verði. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert