„Ég styð Hitler“

Dylann Roof.
Dylann Roof. AFP

Dyl­ann Roof, maður­inn sem skaut níu manns til bana í kirkju í bæn­um Char­lest­on í Suður-Karólínu í júní í fyrra, sagði „ég styð Hitler“ í mynd­skeiði sem var spilað í dómsal í dag þar sem réttað er yfir Roof.

Kviðdóm­end­ur al­rík­is­dóms sem fjall­ar um dauðarefs­ing­ar byrjuðu í dag að hlusta á upp­töku af játn­ingu kynþátta­hat­aramns, Roof.

„Ég sagði ekk­ert við þau áður en ég dró fram byss­una, ekki eitt orð,“ sagði hinn 22 ára gamli Roof í mynd­skeiðinu en rétt­ar­höld­in hóf­ust á miðviku­dag.

Hann virt­ist hlæja í viðtal­inu þegar hann sagðist hafa leyft Polly Shepp­ard að lifa af, til að hún gæti sagt frá árás­inni. 

Roof svar­ar nú til saka vegna ákæru um hat­urs­glæp og á yfir höfði sér dauðarefs­ingu verði hann fund­inn sek­ur. Hann er einnig ákærður fyr­ir morð en þau rétt­ar­höld hefjast ekki fyrr en um miðjan janú­ar.

„Ég giska á fimm... kannski. Ég er ekki viss,“ sagði Roof þegar hann var spurður að því hversu marga hann hefði skotið. „Ég er ekki hrif­inn af því sem svart fólk ger­ir,“ bætti hann við.

„Ég ákvað að fara ekki í aðra kirkju vegna þess að þar hefði ég getað rek­ist á hvítt fólk,“ sagði Roof en hann vildi ekki hefja stríð á milli kynþátta. Hins veg­ar væri hann hlynnt­ur aðskilnaði kynþátta.

Í viðtal­inu var Roof sýnd mynd frá heim­ili föður síns. Þar var búið að krota 1488 í sand­inn. Roof út­skýrði það: „88 stend­ur fyr­ir Heil Hitler...ég styð Hitler.“

Aðspurður sagði Roof að það væri of snemmt að segja til um hvort hann sæi eft­ir verknaðinum. Hann sagðist ekki vita hver til­gang­ur­inn með morðunum væri. „Ég veit það ekki.“

Frétt ABC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert