Tók við Friðarverðlaunum Nóbels

Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, tók við Friðarverðlaunum Nóbels í dag en hann hlaut verðlaunin fyrir friðarsamninginn á milli ríkisstjórnar landsins og skæruliðasamtakanna FARC sem undirritaður var í nóvember og batt enda á fimm áratuga átök.

Fram kemur í frétt AFP að samningnum hafi verið lýst sem fyrirmynd að því hvernig hægt væri að leysa deilur þar sem átök hafi geisað.

Santos sagði í ræðu sinni að samningurinn sannaði að hægt væri að leysa slíkar deilur. Jafnvel líka til að mynda í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka