7-8 ára sprengdu sig í loft upp

Sjúkrabíll við markaðinn í dag þar sem stúlkurnar sprengdu sig …
Sjúkrabíll við markaðinn í dag þar sem stúlkurnar sprengdu sig í loft upp. AFP

Tvær ung­ar stúlk­ur, sjö eða átta ára, sprengdu sjálf­ar sig í loft upp á markaði í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu í dag. Þær lét­ust báðar. Einn til viðbót­ar féll í spreng­ing­unni og átján særðust. 

Hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram, sem eru skæð á þessu svæði, hafa enn ekki lýst ábyrgðinni á hend­ur sér en þau þykja þó lík­leg til að bera hana, að sögn tals­manns hers­ins. Boko Haram not­ar oft kon­ur og stúlk­ur í sjálfs­morðsárás­um sín­um. 

„Þær stigu út úr vagn­in­um og gengu rétt fyr­ir fram­an mig án þess að sýna nokkr­ar til­finn­ing­ar,“ seg­ir hermaður­inn Abdul­karim Jabo. „Ég reyndi að tala við aðra þeirra en hún svaraði mér ekki. Ég hélt að þær væru að leita að móður sinni. Hún gekk að kjúk­linga­sölu­mönn­un­um og kveikti svo í sprengju­belt­inu.“

Víga­menn Boko Haram hafa gert ótelj­andi árás­ir í Níg­er­íu síðan þeir gripu til vopna í átök­um sín­um við rík­is­stjórn lands­ins árið 2009.

Að minnsta kosti 20 þúsund manns hafa fallið og rúm­lega tvær millj­ón­ir manna hafa flúið heim­ili sín.

Mann­rétt­inda­sam­tök halda því fram að hryðju­verka­sam­tök­in hafi rænt þúsund­um kvenna og stúlkna. Í þekkt­asta mann­rán­inu, sem framið var árið 2014, rændu þeir meira en 200 skóla­stúlk­um.

Víga­menn­irn­ir hafa notað kon­urn­ar í kyn­lífsþrælk­un og einnig til að sprengja sig í loft upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert