Trump skipar Musk í ráðgjafaráð

Elon Musk hefur áður gagnrýnt Trump.
Elon Musk hefur áður gagnrýnt Trump. AFP

Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk hefur verið skipaður í ráðgjafaráð Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, þrátt fyrir að hafa sagt fyrir kosningarnar að Trump væri „ekki rétti maðurinn í starfið“.

Aðlögunarhópur Trumps tilkynnti þetta í dag, en framkvæmdastjóri Uber, Travis Kalanick, hefur einnig verið skipaður í ráðið.

Musk, sem er eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX, hefur áður sagt að kosningarnar hafi ekki verið „besta stund lýðræðisins í Bandaríkjunum.“

Hann mun, ásamt fleiri frumkvöðlum Kísildalsins, fara á fund Trumps síðdegis í dag til að ræða hvaða áhrif stjórn hans muni hafa á tæknifyrirtæki landsins.

The Independent greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert