Gates fjárfestir í grænni framtíð

Bill Gates eftir fundinn með Trump í Trump turninum.
Bill Gates eftir fundinn með Trump í Trump turninum. AFP

Bill Gates til­kynnti á mánu­dag­inn um nýj­an fjár­fest­inga­sjóð fyr­ir orku­rann­sókn­ir. Að sögn Gates mun sjóður­inn leggja áherslu á fjár­fest­ing­ar í orku­rann­sókn­um og þróun á leiðum til að draga úr loft­lags­breyt­ing­um. Ætl­un­in er að sjóður­inn geti í sam­starfi við Kali­forn­íu­há­skóla og fleiri stofn­an­ir hagn­ast á rík­is­fjár­mögnuðum rann­sókn­um inn­an orku­mála.

Í um­fjöll­un The New York Times er fjallað um nýja sjóðinn í sam­hengi við af­stöðu Don­alds Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna, til loft­lags­breyt­inga en Trump hef­ur lýst yfir efa­semd­um um loft­lags­breyt­ing­ar og meðal ann­ars skipað tals­mann fyr­ir jarðefna­eldsneyti sem yf­ir­mann um­hverf­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (EPA).

Gates býst þó við því að Trump muni átta sig á mik­il­vægi rík­is­fjár­magnaðar rann­sókn­ir sem muni með tím­an­um leiða til góðs fyr­ir viðskipta­lífið, at­vinnu­tæki­færi, innviði og aðra efna­hags­lega þætti sem for­seta­efnið talaði fyr­ir í kosn­inga­bar­átt­unni.

Fjár­fest­inga­sjóður­inn ber heitið Breakt­hrough Energy Vent­ur­es en að hon­um standa 20 fjár­fest­ar. Þar má helst nefna Bill Gates, Jack Ma, stofn­anda Ali­baba og áhættu­fjár­fest­ina John Doerr og Vin­od Khosla. Sjóður­inn mun hafa um 15-20 ára líf­tíma og að sögn Gates mun ein­vala lið vís­inda­manna koma að bæði ákv­arðana­töku sjóðsins og vinnu verk­efn­anna sem hljóta fjár­mögn­un.

Funduðu í Trump-turn­in­um

Bill Gates og Don­ald Trump funduðu í Trump-turn­in­um í New York í síðustu viku, eft­ir að Gates til­kynnti um sjóðinn. Eft­ir fund­inn sagði Gates að umræðuefnið hefði verið ný­sköp­un og líkti for­seta­efn­inu við John F. Kenn­e­dy, fyrr­um for­seta Banda­ríkj­anna sem talaði op­in­ber­lega um mik­il­vægi tækni og vís­inda.

Sam­kvæmt frétt In­depend­ent sagði Gates að Trump tæki ný­sköp­un fagn­andi, líkt og Kenn­e­dy gerði. „Á sama hátt og Kenn­e­dy fékk þjóðina með sér þegar hann talaði um geim­för­ina held ég að hvort sem það er mennt­un eða út­rým­ing far­sótta eða orku­mál, þá gætu komið hress­andi skila­boð frá rík­is­stjórn Trumps um að hún ætli að skipu­leggja hlut­ina upp á nýtt, losa sig við reglu­gerðir sem eru fyr­ir og standa fyr­ir banda­ríska for­ystu í gegn­um ný­sköp­un.“

Í frétt In­depend­ent kem­ur þó fram að Trump hafi verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafna ýms­um vís­inda­leg­um sönn­un­um fyr­ir loft­lags­breyt­ing­um og fleiru. 

Um­fjöll­un um sjóðinn í Viðskiptamogg­an­um

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert