Sýrlensk Twitter-stúlka flutt á brott

Syrian Bana al-Abed skoðar Twitter-síðuna sína.
Syrian Bana al-Abed skoðar Twitter-síðuna sína. AFP

Bana al-Abed, sjö ára sýrlensk stúlka sem hefur vakið heimsathygli fyrir Twitter-síðuna sína, hefur verið flutt á brott frá borginni Aleppo.

„Núna í morgun var @AlabedBana bjargað frá #Aleppo ásamt fjölskyldu sinni. Við tökum hjartanlega vel á móti þeim,“ sagði á Twitter-síðu mannúðarsamtakanna IHH.

Bana er með tugi þúsunda fylgjenda á Twitter. Þar tístu hún og móðir hennar frá þeim hörmungum sem fjölskylda þeirra hefur þurft að ganga í gegnum vegna borgarastyrjaldarinnar í landinu.

Litið hefur verið á Bana sem táknmynd þeirra sorglegu atburða sem hafa átt sér stað í Sýrlandi. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur þó ekki verið á sama máli og hefur gagnrýnt tíst mæðgnanna og sagt þau vera hreinan og kláran áróður.

Fatimeh, móðir Bana al-Abed.
Fatimeh, móðir Bana al-Abed. AFP

Á síðunni birtu þær myndir af eyðileggingunni í Alepoo, þar á meðal í götunni þar sem þær bjuggu. Fjölmargir fylgjendur þeirra hafa sent tíst til baka þeim til stuðnings.

AFP

Að minnsta kosti 15 þúsund börn eru á meðal þeirra 300 þúsund manna sem hafa dáið í stríðinu í Sýrlandi sem hefur staðið yfir í fimm ár.

Bana al-Abed ásamt bræðrum sínum í austurhluta Aleppo.
Bana al-Abed ásamt bræðrum sínum í austurhluta Aleppo. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert