Selja sig fyrir mat

AFP
Ung­ir flótta­menn og dreng­ir, sem eru ein­ir á flótta, selja sig á göt­um úti í Gauta­borg í Svíþjóð til þess að eiga fyr­ir mat. Þetta segja hjálp­ar­sam­tök í borg­inni en kaup­end­ur kyn­lífs­ins eru einkum eldri karl­ar bú­sett­ir í borg­inni.
Carol­ine Casco, fram­kvæmda­stjóri Göte­borgs Rädd­ings­missi­on, seg­ir þetta í viðtali við sænska sjón­varpið í gær en sam­tök­in hafa það að mark­miði að aðstoða fólk sem starfar í kyn­lífsiðnaði borg­ar­inn­ar. Hún seg­ir að sí­fellt ung­ir dreng­ir leiti út á göt­ur Gauta­borg­ar þar sem þeir selji eldri körl­um blíðu sína. 

Hún seg­ir að ábend­ing­ar hafi borist um að hóp­ar ungra pilta, sem hef­ur verið synjað um hæli þar sem þeir eru frá Af­gan­ist­an sem sænsk yf­ir­völd telja ör­uggt land, starfi á íbúðahót­el­um sem eru vænd­is­hús. Þar sem þeim hef­ur verið synjað um hæli þá fái þeir enga aðstoð frá hinu op­in­bera og eigi því ekki í nein önn­ur hús að venda. 
Lög­regl­an í Gauta­borg staðfest­ir að hafa heyrt um málið en að hún hafi ekki nein­ar staðfest­ar upp­lýs­ing­ar til að vinna eft­ir. 

Einn þess­ara drengja, Amir, kom frá Af­gan­ist­an til Svíþjóðar fyr­ir ári. Hann var full­ur eft­ir­vænt­ing­ar og átti sér þann draum að fara í há­skóla­nám og læra tann­lækn­ing­ar. Eft­ir nokkra mánuði á göt­unni verður hann sí­fellt von­laus­ari um betri tíð en hann er eitt 35 þúsund fylgd­ar­lausra barna sem komu til Svíþjóðar sem flótta­menn í fyrra.

Amir seg­ir að hann hafi verið 17 ára þegar hann kom til Gauta­borg­ar og fékk fljótt inni í flótta­mannamiðstöð og hóf nám. Amir seg­ir að hann hafi verið svo glaður og haldið að björt framtíð biði sín. Um­sókn­ar­ferlið tók ekki lang­an tíma og þar sem hann var að verða 18 ára sá Útlend­inga­stofn­un ekki ástæðu til þess að veita hon­um vernd.

Sví­ar hafa hert hæl­is­regl­ur og er Af­gan­ist­an oft ekki álitið hættu­legt land. Þegar Amir var tjáð að hon­um hafi verið synjað um hæli forðaði hann sér í skjól og er í fel­um líkt og fjöl­marg­ir aðrir í hans stöðu. „Þetta var al­gjört áfall. Ég var svo sann­færður um að ég fengi hæli,“ seg­ir Amir í viðtali við SVT. 

Amir er, líkt og marg­ir aðrir sem koma frá Af­gan­ist­an til Svíþjóðar, haz­ari en þeir eru pers­nesku­mæl­andi minni­hluta­hóp­ur. Amir kem­ur frá svæði sem er und­ir yf­ir­ráðum talib­ana og seg­ir að hann verði tek­inn af lífi snúi hann aft­ur heim.

Nú flakk­ar Amir um göt­ur Gauta­borg­ar og sef­ur ut­an­dyra eða í stiga­göng­um. Stund­um eyðir hann dög­un­um á bóka­safn­inu við lest­ur og reyn­ir að læra sænsk­una. 

Að öðru leyti snýst lífið um að lifa af en hann átti spari­fé sem er að verða búið. Hvað bíður hans þá veit hann ekki en vill frek­ar fara í svarta vinnu en að taka þátt í glæp­um.

Frétt­ir SVT

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert