350 tilkynningar um eignatjón í Færeyjum

Lögreglunni í Færeyjum hafa borist um 350 tilkynningar um eignatjón …
Lögreglunni í Færeyjum hafa borist um 350 tilkynningar um eignatjón vegna óveðurs sem nú gengur yfir eyjarnar. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Lögreglunni í Færeyjum hafa borist um 350 tilkynningar um eignatjón vegna óveðurs sem nú gengur yfir eyjarnar. Þetta sagði lögreglumaðurinn Jón Klein Olsen í viðtali við Kringvarpið, ríkisútvarp Færeyja, í morgun. Hann segir lögregluna þó bara fá tilkynningar um stærstu tjónin en talsvert fleira sé þó tilkynnt til tryggingafélaganna.

Veðrið hefur verið afar slæmt í öllu landinu en Austurey og Norðurey hafa þó sérstaklega fengið að finna fyrir því samkvæmt Jóni og þá sérstaklega bærinn Klaksvík á Norðurey. Tilkynnt hefur verið um að húsklæðningar séu að rifna af híbýlum fólks, garðar og bílar í ólagi og fleira.

mbl.is ræddi við Ómar Sigurbergsson sem býr í Þórshöfn í Færeyjum á jóladag en þá sagði hann veðrið vera snælduvitlaust og útgöngubann ná til allra eyjanna. Ómar segir veðrið hafa verið afar slæmt aðfaranótt Þorláksmessu og að sumir Færeyingar hafi bent á að þeir hafi aldrei upplifað jafnslæmt veður og undanfarið. Flug hefur legið niðri á eyjunum og ekki var siglt til Suðureyjar rétt fyrir jól.

Frétt mbl.is - Útgöngubann og rafmagnslaust í Færeyjum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert