Byggja fjögurra hæða blokk

Íbúabyggð Palestínumanna í Jerúsalem.
Íbúabyggð Palestínumanna í Jerúsalem. AFP

Ísraelsk stjórnvöld samþykktu að byggð yrði fjögurra hæða blokk fyrir landnema í austurhluta Jerúsalem, nánar tiltekið í palestínska hverfinu Silwan. Þetta er haft eftir talsmanni sam­takanna Ir Amim sem fylgj­ast með fram­kvæmd­um í land­töku­byggðum.

Fyrr í dag frestaði skipu­lags- og hús­næðis­nefnd Jerúsalem veit­ingu leyfa fyr­ir bygg­ingu hundruð nýrra heim­ila í land­töku­byggðum. Hins vegar samþykkti fyrrgreind nefnd leyfi fyrir byggingu íbúðanna á þessu svæði.

Frétt mbl.is: Fresta veit­ingu bygg­inga­leyfa í land­töku­byggðum

Ísra­elsk stjórn­völd samþykktu fyrr í vik­unni að reisa þúsund­ir slíkra heim­ila í borg­inni, þvert á álykt­un örygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna síðastliðinn föstu­dag um að Ísra­el­ar hætti þegar í stað að koma upp land­töku­byggðum á palestínsku landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert