Mögulegur vitorðsmaður handtekinn

Vöruflutningabíllinn sem var notaður í árásinni.
Vöruflutningabíllinn sem var notaður í árásinni. AFP

Þýska lögreglan hefur handtekið karlmann frá Túnis sem hún telur að „gæti hafa verið viðriðinn“ árásina mannskæðu sem var gerð á jólamarkaði í Berlín.

Maðurinn er talinn tengjast Anis Amri, sem er grunaður um að hafa framkvæmt árásina. Hann var skotinn til bana af lögreglunni á Ítalíu í síðustu viku.

Þetta er í fyrsta sinn sem hugsanlegur vitorðsmaður Amri hefur verið handtekinn.

Tólf manns fórust í árásinni í Berlín sem var gerð 19. desember.

„Hinn látni Anis Amri, sem er grunaður um verknaðinn, hafði vistað símanúmer 40 ára Túnisbúa inn á símann sinn. Rannsakendur telja að hann gæti hafa verið viðriðinn árásina,“ sagði ríkissaksóknari í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert