Ivan Rogers, sendiherra Breta hjá Evrópusambandinu, hefur sagt upp störfum, innan við þremur mánuðum áður en Bretar eiga að hefja brotthvarf sitt úr sambandinu.
Þetta segir heimildarmaður fréttastofunnar AFP.
Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því í síðustu viku að Rogers hafi sagt breskum ráðherrum að ríkin innan ESB telji að það gæti tekið tíu ár að samþykkja nýjan viðskiptasamning við Bretland.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vísaði þessum ummælum á bug.
Rogers hefur starfað sem sendiherra síðan í nóvember 2013 en áður var hann ráðgjafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Davids Cameron, í Evrópumálum.