Hætta leit að MH370

AFP

Leit að farþegaþotu Malaysian Airlines, MH370, verður hætt eftir tvær vikur. Flugvélin hvarf af ratsjám með 239 manns um borð 8. mars 2014.

Samgönguráðherra Malasíu, Liow Tiong Lai, greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag. Hann segist vonast til þess að þotan finnist á þeim tíma en ættmenni þeirra sem voru um borð þrýsta mjög á að leit verði haldið áfram.

Liow tilgreindi ekki hvaða dag leit yrði hætt en yfirvöld höfðu áður greint frá því að leitinni yrði hætt í ár. 

Talið er að farþegaþotan hafi brotlent í Indlandshafi á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking en þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla leit neðansjávar hefur ekki fundist eitt einasta brak úr henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka