Bandarískur dómstóll hefur dæmt Dylann Roof, sem skaut níu svört sóknarbörn til bana í kirkju í Bandaríkjunum, til dauða.
Frétt mbl.is: Sekur - dauðarefsingar krafist
Fjöldamorðið var framið í ríkinu Suður-Karólínu sumarið 2015. Fólkið sem hann myrti var á aldrinum 26 til 87 ára.
Roof, sem er 22 ára, var fundinn sekur um 33 ákæruatriði í málinu í síðasta mánuði.
Frétt mbl.is: Fórnarlömbin „eins og hver önnur dýr“
Hann sýndi lítil svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. Stundum virtist hann þó brosa lítillega. „Mér líður enn eins og ég hafi orðið að gera þetta,“ sagði hann við kviðdóminn áður en hann kvað upp úrskurð sinn.