Vilja safna um sjö milljónum króna

Íslendingar safna fyrir Færeyjar.
Íslendingar safna fyrir Færeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Markmið þeirra sem standa að Færeyjasöfnun16, sem fer fram á Facebook-síðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur, er að safna tæpum sjö milljónum króna fyrir landssamband björgunarsveita í Færeyjum. Heildarverðmæti tjónsins sem björgunarsveitirnar urðu fyrir eru 412.000 danskar krónur eða 6,7 milljónir íslenskra króna. Talsvert tjón varð á eyjunum þegar óveður gekk yfir um nýliðin jól.   

Söfnunin stendur til miðnættis sunnudaginn 15. janúar. Í dag hafa safnast  4.377.109 króna og því eru tæpar tvær milljónir króna til að ná settu marki. Færeyjasöfnun16 hefur fengið Grant Thornton endurskoðun ehf. til að sjá um reikningshald söfnunarinnar og samskipti við opinbera aðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem standa að söfnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert