Býður milljón fyrir „gullsturtuna“

Donald Trump neitar fréttum um gullsturtuna.
Donald Trump neitar fréttum um gullsturtuna. AFP

Tímaritið Penthouse hefur boðið hverjum þeim sem geta afhent þeim myndskeið sem sýna vændiskonur sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, réði til að pissa á hvora aðra eina milljón dala.

Orðrómur hefur verið nokkuð háværir síðustu daga þess efnis að rússneska leyniþjónustan eigi myndbönd sem sýna vændiskonur pissa á hvor aðra, eftir að Trump bað þær um að gera það.

Hið meinta myndskeið á að hafa verið tekið upp þegar Trump var í Moskvu en engar heimildir staðfesta að það sé til. 

CNN greindi frá því í gær að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði kynnt málið fyrir Trump og Barack Obama í síðustu viku. Bæði Trump og Rússar neita tilvist myndskeiðsins.

Penthouse vonast hins vegar að einhver muni stíga fram þegar svo miklir fjármunir eru í boði. Samkvæmt ásökunum á Trump að hafa ráðið „fjölda vændiskvenna til að framkvæma gullsturtu (pissa hver á aðra) í ferð hans til Rússlands.“

Trump sagði sögusagnirnar nornaveiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert