Brosti lítillega við dómsuppkvaðningu

00:00
00:00

Fjölda­morðing­inn og ras­ist­inn Dyl­ann Roof, 22 ára, brosti lít­il­lega þegar dauðadóm­ur­inn var kveðinn upp yfir hon­um í gær­kvöldi. Bróðir eins fórn­ar­lambs­ins seg­ir að rétt­látt að Roof deyi líkt og fórn­ar­lömb hans.

Roof skaut níu svarta kirkju­gesti til bana í messu í miðborg Char­lest­on í Suður-Karólínu í júní 2015. Hann var dæmd­ur fyr­ir 33 ákæru­liði í síðasta mánuði, þar á meðal hat­urs­glæp sem leiddi til dauða fólks. 

Biblíu­hóp­ur­inn Mot­her Em­anu­el, sem hafði boðið Roof vel­kom­inn, var að hefja loka­bæn sína þegar Roof dró upp vopn sitt og drap fólkið sem var á aldr­in­um 26-87 ára. Roof er mik­ill aðdá­andi Ku Klux Klan sam­tak­anna og nas­ista og tel­ur hvíta kyn­stofn­inn öðrum æðri.

Kviðdóm­ur­inn, tólf manns, voru sam­mála í niður­stöðu sinni - Roof verður tek­inn af lífi - en síðar í dag mun al­rík­is­dóm­ar­inn Rich­ard Gerg­el, form­lega lesa dóm­inn fyr­ir Roof. Í gær­kvöldi sýndi hann lít­il svip­brigði annað en að brosa lít­il­lega þegar hon­um varð ljóst að kviðdóm­ur­inn hafði dæmt hann til dauða. „Mér finnst enn að ég hafi þurft að gera þetta,“ sagði Roof við rétt­ar­höld­in þar sem hann flutti sjálf­ur lokaræðuna þvert á ráðlegg­ing­ar lög­manna og dóm­ara. Hann ætl­ar að óska eft­ir end­urupp­töku en dóm­ar­inn hef­ur krafið Roof um sér­stak­ar ástæður fyr­ir þeirri beiðni. 

Ætt­ingj­ar fórn­ar­lambanna fá að tjá sig í dómssaln­um síðar í dag en sak­sókn­ari, Jay Rich­ard­son hafði við rétt­ar­höld­in hvatt kviðdóm­inn til þess að dæma Roof til dauða. Hann hafi framið kaldrifjað og þaul­skipu­lagt morð. Hann hafi ekki einu sinni fellt eitt ein­asta tár og ekki sýnt neina eft­ir­sjá. Eina skiptið sem Roof hafi verið sak­bit­inn var við að þurfa að bjóða for­eldr­um sín­um upp á að fylgj­ast með þess­um til­finn­ingaþrungnu rétt­ar­höld­um. En móðir hans fékk hjarta­áfall eft­ir að hafa hlýtt á vitn­is­b­urð þeirra sem lifðu af árás­ina.

„Hann fann til með þeim. Hann fann vor­kenndi sjálf­um sér að hann hefði verið svipt­ur frelsi, mögu­leik­an­um á að horfa á kvik­mynd­ir og keyra bíl,“ sagði Rich­ard­son við rétt­ar­höld­in.

En hann fann til með litlu hvítu börn­un­um sem þyrftu að sitja uppi með svart fólk í Banda­ríkj­un­um, sagði sak­sókn­ar­inn meðal ann­ars við rétt­ar­höld­in.

„Ein­hver varð að gera eitt­hvað því að svart fólk er drepa hvítt fólk alla daga,“sagði Roof við yf­ir­heyrsl­ur lög­regl­unn­ar. „Þeir nauðga 100 hvít­um mann­eskj­um á hverj­um degi,“ bætti hann við.

Á minn­is­blaði sem fannst í klefa Roofs í ág­úst 2015 hafði hann skrifað að hann sæi ekki eft­ir neinu og að ekki hafi eitt tár fallið vegna þeirra sem hann drap. 

Lög­menn hans reyndu að fá hann úr­sk­urðaðan ósakhæf­an en al­rík­is­dóm­ar­inn, Gerg­el, úr­sk­urðaði í tvígang að Roof væri sak­hæf­ur. 

Fjöl­skylda fjölda­morðingj­ans sendi yf­ir­lýs­ingu á banda­ríska fjöl­miðla í gær þar hún sagðist halda áfram að biðja fyr­ir fjöl­skyld­um Em­anu­el-biblíu­hrings­ins og sam­fé­lag­inu í Char­lest­on í heild. Þau muni glíma við það alla ævi að reyna að skilja hvers vegna Dyl­ann hafi framið þenn­an viður­styggi­lega glæp sem hef­ur valdið svo mörg­um mikl­um kvöl­um.

Tim Scott, ann­ar af tveim­ur öld­unga­deild­arþing­mönn­um Suður-Karólínu sagði í gær að Roof hafi rétti­lega verið dæmd­ur til dauða en dauðarefs­ingu er sjald­an beitt í al­rík­is­dóm­um en að hluta til skýrist það af því að yf­ir­leitt eru of­beld­is­glæp­ir tekn­ir fyr­ir hjá inn­an­rík­is­dóm­stól­um ekki al­rík­is. Frá ár­inu 1976 hafa þrír fang­ar verið tekn­ir af lífi af hálfu al­rík­is­ins.

Dyl­ann Roof hef­ur einnig verið ákærður fyr­ir morð í Suður-Karólínu og stefna sak­sókn­ar­ar á að fara fram á dauðarefs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert