Fyrirgefur morðingja sonar síns

Dylann Roof hefur verið dæmdur til dauða.
Dylann Roof hefur verið dæmdur til dauða. AFP

Felicia Sand­ers, móðir eins fórn­ar­lamba fjölda­morðing­ans Dyl­ann Roof, sagðist í morg­un vera búin að fyr­ir­gefa Roof.

„Ég fyr­ir­gef þér. Þetta er það auðveld­asta sem ég hef gert. Þú get­ur hins veg­ar ekki hjálpað ein­hverj­um sem vill ekki láta hjálpa sér,“ sagði hún við morðingja son­ar síns, Tyw­anza Sand­ers, þegar réttað var yfir hon­um í dag.

Kviðdóm­ur­inn, tólf manns, var sam­mála í niður­stöðu sinni – Roof verður tek­inn af lífi en hann skaut níu svarta kirkju­gesti til bana í messu í miðborg Char­lest­on í Suður-Karólínu í júní 2015. Hann var dæmd­ur fyr­ir 33 ákæru­liði í síðasta mánuði, þar á meðal hat­urs­glæp sem leiddi til dauða fólks. 

Frétt mbl.is: Bosti lít­il­lega við dóms­upp­kvaðningu

„Þú tókst barnið mitt frá mér og síðan 17. júní hef ég fengið að kynn­ast þér,“ sagði Sand­ers enn frem­ur fyrr í dag. „Ég hef fengið að kynn­ast þér vegna þess að þú ert inni í hausn­um á mér alla daga.“

Hún út­skýrði að hún gæti ekki lokað aug­un­um til að biðja vegna þess að hún vilji halda þeim opn­um til að sjá fólkið í kring­um sig.

Við erum öll mann­eskj­ur

Faðir Tyw­anza, Tyrone Sand­ers, bað Roof um að líta á sig. „Horfðu á alla í þessu her­bergi. Hvert og eitt okk­ar er sér­stakt en við erum öll mann­eskj­ur,“ sagði Sand­ers og bað að því loknu Roof um að loka aug­un­um:

„Ég vil að þú lok­ir aug­un­um fyrst þú vilt ekki horfa á mig. Ég vil að þú horf­ir til hægri. Síðan skaltu horfa til vinstri. Þarna er mann­eskja. Ég skil ekki af hverju þú vild­ir ráðast á svart fólk í kirkj­unni. Það er hins veg­ar ljóst að þú þarft að fá að vera með skap­ara þínum,“ bætti Sand­ers við.

Frétt abc.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert