Eiginkona Orlando-byssumannsins handtekin

Omar Mateen varð 49 manns að bana í árásinni á …
Omar Mateen varð 49 manns að bana í árásinni á Pulse-skemmtistaðinn. Eiginkona hans er nú sökuð um að hafa aðstoðað hann. AFP

Eiginkona mannsins sem varð 49 manns að bana á Pulse-skemmtistaðnum í Orlando í Flórída var í dag handtekin í San Francisco.

Fréttavefur BBC segir Noor Salman hafa verið handtekna vegna gruns um að hún hafi aðstoðað eiginmann sinn Omar Mateen og hvatt hann til verka. Mateen dó í átökum við lögreglu eftir skotárásina á skemmtistaðinn.

Búist er við að yfirvöld í Flórída fái Salman framselda.

53 særðust í árásinni, en Mateen hafði lýst yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í myndbandsupptöku áður en hann réðst til atlögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert