Hætta leit að MH370

STR

Neðansjávarleit að braki úr farþegaþotu Malaysia Airlines, flugi MH370, sem hvarf af ratsjám 8. mars 2014, hefur verið hætt. 239 voru um borð þegar vélin hvarf en ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Tilkynnt var um þetta af hálfu kínverskra, malasískra og ástralskra stjórnvalda. Ekki hefur tekist að staðsetja brak vélarinnar á því 120 þúsund ferkílómetra svæði sem leitað hefur verið í tæplega þrjú ár á Indlandshafi. 

Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram sem geta veitt upplýsingar um hvar vélin er. Því hefur verið ákveðið að hætta leit neðansjávar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert