Obama mildar dóminn yfir Manning

Chelsea Manning verður látin laus í maí á þessu ári.
Chelsea Manning verður látin laus í maí á þessu ári. Wikipedia

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mildaði í dag dóminn yfir uppljóstraranum Chelsea Manning.

Mann­ing, sem var hermaður í Bandaríkjaher, var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að leka gögnum til WikiLeaks.

Hún hef­ur nú setið í fang­elsi í sex ár fyr­ir að leka árið 2010 þúsund­um gagna í eigu banda­ríska rík­is­ins, s.s. sam­skipt­um sendi­ráða og mynda­bands­upp­tök­um sem varpa ljósi á aðgerðir banda­ríska hers­ins.  Fljót­lega eft­ir að dómurinn féll greindi Mann­ing frá því að hún væri kona í karl­manns­lík­ama. 

Frétt mbl.is: Manning á stuttlista Obama.

Fréttavefur BBC segir Manning nú verða látna lausa úr fangelsi 17. maí á þessu ári í stað þess að sitja inni til 2045, en áður hafði verið greint frá því að nafn Manning kynni að vera á stuttlista yfir einstaklinga sem óskað er eftir að Obama náði áður en hann lætur af embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert