Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, mun standa við orð sín og fallast á framsal til Bandaríkjanna eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti stytti dóm Chelsea Manning. Samkvæmt ákvörðun Obama mun Manning sitja í fangelsi til 17. maí, en þá hefur hún lokið tæplega sjö ára fangelsi af 35 ára dómi sem hún fékk fyrir uppljóstranir sínar um málefni Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.
Fyrir viku var greint frá því að Manning væri á stuttlista Obama yfir einstaklinga sem var til skoðunar að náða og sagði Assange við það tækifæri að hann myndi fallast á framsal til Bandaríkjanna þrátt fyrir að að hann teldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Bandaríkjunum.
Assange: "Thank you to everyone who campaigned for Chelsea Manning's clemency. Your courage & determination made the impossible possible."
— WikiLeaks (@wikileaks) January 17, 2017
VICTORY: Obama commutes Chelsea Manning sentence from 35 years to 7. Release date now May 17. Background: https://t.co/HndsbVbRer
— WikiLeaks (@wikileaks) January 17, 2017
Í nótt, eftir að tilkynnt var um að Obama hefði mildað dóm yfir Manning og að hún yrði laus í maí, sendu Wikileaks samtökin tíst frá sér á Twitter þar sem ákvörðun Obama var lýst sem sigri. Þá var tekið fram að lögmaður Assange segði um framsalsmálið að Assange myndi standa við allt sem hann hefði lofað.
Assange lawyer @themtchair on Assange-Manning extradition 'deal': "Everything that he has said he's standing by."
— WikiLeaks (@wikileaks) January 18, 2017