Guzmán framseldur til Bandaríkjanna

Joaquín „El Chapo“ Guzmán.
Joaquín „El Chapo“ Guzmán. AFP

Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquín „El Chapo“ Guzmán kom til Bandaríkjanna í nótt eftir að hafa verið framseldur af yfirvöldum í heimalandinu. Í Bandaríkjunum er honum gert að svara til saka í nokkrum málum. 

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að flugvél sem flutti Guzman frá Mexíkó hafi lent á MacArthur-flugvellinum í Islip á Long Island. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla verður hann leiddur fyrir alríkisdóm í Brooklyn síðar í dag.

Joaquín „El Chapo“ Guzmán.
Joaquín „El Chapo“ Guzmán. AFP

Guzman, sem gengur undir viðurnefninu „El Chapo“ eða „Sá stutti“, stýrði Sinaloa-eiturlyfjahringnum en glæpahópurinn er einn sá valdamesti í heiminum. Viðskipti Sinaloa nema mörgum milljörðum Bandaríkjadala og ná um allan heim líkt og margar alþjóðlegar fyrirtækjasamsteypur.

Framsalið þykir mikill sigur fyrir bandarísk yfirvöld en óvíst er hvort það breyti nokkru um áhrif Sinaloa og framtíð hans enda eiturlyfjahringurinn af mörgum talinn of stór og valdamikill til þess að falla. 

Joaquín „El Chapo“ Guzmán.
Joaquín „El Chapo“ Guzmán. AFP

Guzman hefur ítrekað komist í fréttirnar fyrir flótta úr fangelsi en í tvígang tókst honum að flýja og í það síðara á ævintýralegan hátt líkt og hægt er að lesa hér að neðan. En yfirvöld höfðu hendur í hári þess stutta (hann er 168 cm að hæð) og er fylgst með honum allan sólarhringinn.

Hluti af frétt mbl.is: Fyrst þvottakarfa nú sturta

Sinaloa-eit­ur­lyfja­hringurinn dreg­ur nafn sitt af héraðinu þar sem hann var stofnaður. Sinaloa ann­ast stór­an hluta alls heróín­inn­flutn­ings til Banda­ríkj­anna en glæpa­hóp­ur­inn er einnig stór­tæk­ur í kókaín­sölu sem og sölu á öðrum ólög­leg­um efn­um. Guz­mán er einnig þekkt­ur fyr­ir að hafa skipu­lagt drjúg­an hluta þeirra morða sem fram­in hafa verið í Mexí­kó und­an­far­in ár í tengsl­um við bar­átt­una gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Guzmán var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi eft­ir að hafa verið fram­seld­ur frá Gvatemala árið 1993 fyr­ir morð og eit­ur­lyfja­sölu. Hon­um tókst hins veg­ar að flýja úr fang­els­inu árið 2001 í þvotta­körfu eft­ir að hafa greitt fanga­vörðum háar fjár­hæðir fyr­ir að aðstoða við flótt­ann.

Einn af áhrifa­mestu mönn­um heims og um leið rík­ustu

Allt frá ár­inu 2009 hef­ur tíma­ritið For­bes sett Guz­mán á lista yfir valda­mesta fólkið í heim­in­um. Hann var árið 2011 í tí­unda sæti yfir rík­ustu Mexí­kó­ana en þá voru eign­ir hans met­ar á um einn millj­arð Banda­ríkja­dala, rúm­lega 120 millj­arða króna. Tíma­ritið hef­ur gengið enn lengra og jafn­vel sagt hann helsta eit­ur­lyfja­barón sög­unn­ar. Telja ýms­ir að hann sé ekki síður áhrifa­mik­ill en Pablo Escob­ar og standi fylli­lega und­ir heit­inu guðfaðir eit­ur­lyfja­heims­ins.

Aldrei komið til Chicago en samt óvin­ur al­menn­ings núm­er eitt

Bent er á það að Chicago Crime Comm­issi­on nefn­ir Guz­mán sem óvin al­menn­ings núm­er eitt. Það „sæmd­ar“heiti fær hann fyr­ir áhrif sín á glæpa­heim borg­ar­inn­ar þrátt fyr­ir að ekk­ert bendi til þess að Guz­mán hafi nokk­urn tíma komið til Chicago. Sá síðasti sem bar þenn­an titil var Al Ca­po­ne. 

Í þrett­án ár gekk Guz­mán laus þrátt fyr­ir að millj­ón­ir Banda­ríkja­dala hafi verið sett­ar til höfuðs hon­um af banda­rísk­um og mexí­kósk­um yf­ir­völd­um. Hinn 22. fe­brú­ar í fyrra tókst hins veg­ar að hand­taka hann á leyn­istað í bæn­um Mazat­lán í Sinaloa-­ríki. Hand­tak­an fór friðsam­lega fram og ekki var skotið af byssu þegar sér­sveit hers­ins réðst til at­lögu í skjóli næt­ur. Nokkru áður hafði næst­um því tek­ist að taka hann hönd­um en Guz­mán tókst að flýja heim­ili fyrr­ver­andi eig­in­konu áður en her­menn og lög­reglu komu þangað.

Guz­mán er nú leitað um alla Mexí­kó og hef­ur jafn­vel flug­velli skammt frá fang­els­inu verið lokað. Enn er allt á huldu um flótta­leiðina en fast­lega má gera ráð fyr­ir að hann hafi greitt ein­hverj­um fyr­ir að aðstoða sig við að flýja á brott.

Heim­il­isof­beldi nán­ast dag­legt brauð

Heim­ild­um ber ekki sam­an um ald­ur Guz­mán. Ein­hverj­ar heim­ild­ir segja að hann hafi fæðst 25. des­em­ber 1954 á meðan aðrar segja fæðing­ar­dag hans vera 4. apríl 1957. Hann er úr fá­tækri fjöl­skyldu sem hef­ur búið í La Tuna-þorp­inu kyn­slóðum sam­an. 

Fátt eitt er vitað um upp­vöxt þess stutta. Hann seldi app­el­sín­ur sem barn og hætti snemma í skóla til þess að vinna með pabba sín­um. Heim­il­isof­beldi var nán­ast dag­legt brauð og fékk Guz­mán oft að kenna á hnefa föður síns. 

At­vinnu­tæki­færi voru fá á þess­um slóðum og Guz­mán var ung­ur að árum er hann tók til við al­genga iðju, rækt­un ópíum­valmúa. Faðir hans annaðist söl­una en mest­all­ur gróðinn fór í áfengi og villt­ar meyj­ar og oft lítið eft­ir þegar faðir hans sneri heim úr sölu­ferðum. 

Þegar Guz­mán var fimmtán ára gam­all sleit hann sam­starf­inu við föður­inn og hóf að rækta sitt eigið marijú­ana ásamt frænd­um sín­um. Allt frá fyrstu tekj­um af fram­leiðslunni lét hann hluta gróðans renna til fjöl­skyld­unn­ar sem bjó við sára fá­tækt.  Um tví­tugt hleypti hann heimdrag­an­um og gekk til liðs við glæpa­gengi. Í fyrstu vann hann fyr­ir eit­ur­lyfja­barón­inn Héctor Palma þar sem hann sá um að flytja eit­ur­lyf og halda utan um send­ing­ar frá ákveðnum stöðum. 

Skaut menn í höfuðið ef send­ing­um seinkaði

En Guz­mán var metnaðar­gjarn og þrýsti mjög á yf­ir­boðara sína um fleiri og arðbær­ari tæki­færi. Hann var vel liðinn af yf­ir­mönn­um sín­um, ekki síst fyr­ir það hvernig hann tók á hlut­un­um. Til að mynda ef send­ing­arn­ar bár­ust ekki á rétt­um tíma þá myrti Guz­mán ein­fald­lega sjálf­ur smygl­ar­ann með því að skjóta viðkom­andi í höfuðið. Menn lærðu fljótt að það borgaði sig ekki að reita hann til reiði og skipti þar engu hvort keppi­naut­arn­ir byðu betra verð fyr­ir eit­ur­lyf­in. 

Eitt leiddi af öðru og veg­ur Guz­máns jókst jafnt og þétt inn­an vé­banda eit­ur­lyfja­heims Mexí­kó. Það var síðan snemma á tí­unda ára­tugn­um sem ill­deil­ur milli eit­ur­lyfja­baróna í Mexí­kó náðu há­marki og í stríði sem stóð í nokkra mánuði var mörg­um manns­líf­um fórnað. Þegar erki­bisk­up kaþólsku kirkj­unn­ar, Juan Jesús Posa­das Ocampo, var skot­inn fyr­ir mis­gán­ing til bana varð allt vit­laust meðal al­menn­ings og stjórn­mála­manna. Rík­is­stjórn­in lagði háar fjár­hæðir til höfuðs hátt­settra glæpa­manna og mynd­ir voru birt­ar af þeim í fjöl­miðlum. Allt í einu varð Guz­mán þekkt­ur meðal al­mennra borg­ara í Mexí­kó sem einn hættu­leg­asti glæpa­maður lands­ins.

Guz­mán sá sitt óvænna og ákvað að hverfa af sjón­ar­sviðinu. Slíkt er yf­ir­leitt frek­ar auðvelt ef næg­ir pen­ing­ar eru fyr­ir hendi og í byrj­un júní fékk hann nýtt nafn: Jor­ge Ramos Pér­ez. Ætl­un­in var að fara til Gvatemala ásamt unn­ustu sinni og setj­ast að í El Sal­vador. En mexí­kósk yf­ir­völd, í sam­starfi við Gvatemala, fylgd­ust með ferðalag­inu. Her­for­ingi, sem Guz­mán hafði mútað til þess að aðstoða sig við að kom­ast yfir landa­mær­in, lék tveim­ur skjöld­um og var upp­ljóstr­ari stjórn­valda. Hann lét vita af ferðalagi hóps­ins og 9. júní 1993 var eit­ur­lyfja­barón­inn hand­tek­inn af her Gvatimala á hót­eli skammt frá landa­mær­um Mexí­kó.

Þrátt fyr­ir að vera dæmd­ur í fang­elsi stýrði hann eit­ur­lyfja­hring sín­um áfram og eft­ir flótt­ann 2001 hélt hann starf­sem­inni áfram og hafa banda­rísk yf­ir­völd ít­rekað farið fram á framsal hans. Ákær­ur og dóm­ar hafa streymt inn en óvíst er hvort yf­ir­völd­um tekst að hafa hend­ur í hári þessa ókrýnda kon­ungs skugga­hliða Mexí­kó.

Fang­elsi­mála­yf­ir­völd segja að klukk­an 8:52 að staðar­tíma (12. júlí 2015) hafi síðast sést til fang­ans þar sem hann birt­ist á ör­ygg­is­mynda­vél­um í sturtu en á sama stað geta fang­ar þvegið fatnað sinn. Þegar Guzm­an sást ekki aft­ur fóru fanga­verðir að huga að hon­um og fundu klefa hans tóm­an. 

Eins og í kvik­mynd

Yf­ir­völd upplýstu í kjölfarið að Guz­mán hafi flúið í gegn­um löng göng sem eiga upp­tök sín und­ir sturt­unni í fanga­klefa hans. Eft­ir að hann hvarf sjón­um kom í ljós að hola, tíu metra djúp, und­ir sturt­unni. Hafði stiga verið komið fyr­ir í hol­unni. Göng­in eru 1,5 km að lengd með loftræst­ingu og ljósa­kerfi en um er að ræða bygg­ingu í ör­ygg­is­fang­els­inu sem  verið er að gera upp.

Vél­hjól fannst í göng­un­um og er talið að það hafi verið notað til þess að flytja verk­færi inn í göng­in og jarðveg úr göng­un­um. Göng­in eru 1,7 metrar á hæð og um 80 cm víð. Þegar hef­ur verið ákveðið að yf­ir­heyra átján fanga­verði hjá sak­sókn­ara vegna máls­ins. 

Að sögn fang­els­i­sstjór­ans hafði dag­ur­inn þangað til Guz­mán hvarf verið með eðli­leg­um hætti og um átta­leytið hafi fang­inn fengið dag­leg­an lyfja­skammt sinn. 

Altiplano-fang­elsið, sem á að vera eitt ramm­gerðasta fang­elsi lands­ins, hýs­ir flesta af hættu­leg­ustu eit­ur­lyfja­barón­um lands­ins, sem og morðingja og mann­ræn­ingja. 

Tæplega hálfu ári síðar, eða í janúar í fyrra, var Guzman handtekinn að nýju og hefur síðan þá verið vistaður í rammgerðustu fangelsum Mexíkó þangað til hann var framseldur til Bandaríkjanna í gær.

Joaquín „El Chapo“ Guzmán.
Joaquín „El Chapo“ Guzmán. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert