Fundurinn hefði hvort sem er orðið „árangurslaus“. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar ljóst var að forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, hætti við að mæta á fyrirhugaðan fund með Trump sem átti að vera á þriðjudaginn í næstu viku. Trump dregur ekki í land að hann muni láta Mexíkó greiða fyrir vegg á landamærum landanna tveggja.
Frétt mbl.is: Hættur við að funda með Trump
„Ég og forseti Mexíkó ákváðum að fresta fyrirhuguðum fundi fram í næstu viku,“ sagði Trump við lögfræðing repúblikana í Fíladelfíu í dag. Trump sagði jafnframt: „Nema Mexíkó ætli að koma fram af virðingu við Bandaríkin, þá hefði fundurinn verið árangurslaus. Ég vil fara aðra leið og hef ekkert val.“
Nieto hefur ávallt vísað því á bug að Mexíkó muni borga múrinn.