Fundurinn hefði verið „árangurslaus“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Fundurinn hefði hvort sem er orðið „árangurslaus“. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar ljóst var að forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, hætti við að mæta á fyr­ir­hugaðan fund með Trump sem átti að vera á þriðjudaginn í næstu viku. Trump dregur ekki í land að hann muni láta Mexíkó greiða fyrir vegg á landamærum landanna tveggja.

Frétt mbl.is: Hætt­ur við að funda með Trump

„Ég og forseti Mexíkó ákváðum að fresta fyrirhuguðum fundi fram í næstu viku,“ sagði Trump við lögfræðing repúblikana í Fíladelfíu í dag. Trump sagði jafnframt: „Nema Mexíkó ætli að koma fram af virðingu við Bandaríkin, þá hefði fundurinn verið árangurslaus. Ég vil fara aðra leið og hef ekkert val.“ 

Nieto hef­ur ávallt vísað því á bug að Mexí­kó muni borga múr­inn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert