Donald Trump, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta á föstudag, kallaði í dag uppljóstrarann Chelsea Manning svikara.
Líkt og oft áður nýtt Trump sér Twitter til að koma skoðunum sínum á framfæri, en þar segir hann að þessu sinni: „óþakkláti SVIKARINN Chelsea Manning, sem aldrei hefði átt að láta lausa úr fangelsi, segir nú að Obama forseti hafi verið veikburða leiðtogi. Hræðilegt!,“ sagði Trump.
Ungrateful TRAITOR Chelsea Manning, who should never have been released from prison, is now calling President Obama a weak leader. Terrible!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 26, 2017
Greint var frá því í síðustu viku að Obama lét það verða eitt af sínum síðustu embættisverkum að milda dóminn yfir Manning, sem var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að afhenda Wikileaks trúnaðargögn bandarískra yfirvalda. Lýsti fjöldi repúblikana yfir mikilli hneykslun á þeirri á ákvörðun Obama, en Manning verður að öllum líkindum látin laus í maí á þessu ári.
Frétt mbl.is: Miskunn fráfarandi forseta