„Ég er niðurbrotin,“ sagði Malala Yousafzai, friðarverðlaunahafi Nóbels, eftir ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að vilja ekki taka við flóttamönnum frá stríðshrjáðum löndum.
„Ég er miður mín að forseti Bandaríkjanna kjósi að loka á börn, mæður og feður sem flýja stríð og ofbeldi,“ sagði Malala Yousafzai. Hún hvatti jafnframt forsetann til að snúa ekki baki við þessum hópi fólks sem þyrfti á hjálp að halda.
Hún hefur verið ötull talsmaður friðar og jafnréttis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún setur ofan í við Trump.
Frétt mbl.is: Malala svarar Donald Trump
Árið 2012 varð hún fyrir skotárás þegar hún gekk í skóla í heimalandi sínu Pakistan sem kostaði hana næstum því lífið. Síðustu ár hefur hún búið í Bretlandi.