Malala „niðurbrotin“

Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai.
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai. AFP

„Ég er niðurbrotin,“ sagði Malala Yousafzai, friðar­verðlauna­hafi Nó­bels, eftir ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að vilja ekki taka við flóttamönnum frá stríðshrjáðum löndum. 

„Ég er miður mín að forseti Bandaríkjanna kjósi að loka á börn, mæður og feður sem flýja stríð og ofbeldi,“ sagði Malala Yousafzai. Hún hvatti jafnframt forsetann til að snúa ekki baki við þessum hópi fólks sem þyrfti á hjálp að halda.

Hún hefur verið ötull talsmaður friðar og jafnréttis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún setur ofan í við Trump.

Frétt mbl.is: Malala svar­ar Don­ald Trump

Árið 2012 varð hún fyr­ir skotárás þegar hún gekk í skóla í heimalandi sínu Pakistan sem kostaði hana næst­um því lífið. Síðustu ár hefur hún búið í Bretlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert