„Allt í tómu tjóni“

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. AFP

„Sjáið þið hvað er í gangi alls staðar í Evr­ópu og alls staðar í heim­in­um, allt í tómu tjóni!“ Þetta sagði Don­ald Trump þegar hann tísti um um­deilda til­skip­un sína sem mein­ar flótta­fólki og hæl­is­leit­end­um að koma til lands­ins. Einnig munu rík­is­borg­ar­ar frá sjö ríkj­um, þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta, ekki fá að ferðast til Banda­ríkj­anna.

Bannið nær hins veg­ar ekki til þeirra sem eru með græna kortið í Banda­ríkj­un­um. Þetta sagði Reince Priebus, yf­ir­maður Hvíta húss­ins. Hann vildi leiðrétta þann mis­skiln­ing sem hef­ur orðið á því hverj­um væri hleypt inn í landið eft­ir fyrr­greinda for­seta­til­skip­un sem Trump und­ir­ritaði á föstu­dag.    

Priebus benti á að all­ir þeir sem myndu ferðast tals­vert milli Banda­ríkj­anna og land­anna sjö sem til­skip­un­in nær yfir mættu eiga von á því að bak­grunn­ur þeirra yrði skoðaður enn frek­ar. 

Lönd­in eru Írak, Sýr­land, Súd­an, Íran, Sómal­ía, Líb­ía og Jemen.

Þetta olli því hins veg­ar að marg­ir sem höfðu fengið gilda veg­bréfs­árit­un og þar með leyfi til að koma til Banda­ríkj­anna voru stöðvaðir á flug­völl­um og þeim haldið þar klukku­stund­um sam­an. Tals­verður glundroði ríkti vegna til­skip­un­ar­inn­ar.  

Priebus sagði að um 109 ein­stak­ling­ar hefðu verið stöðvaðir á flug­völl­um eft­ir að til­skip­un­in tók gildi. 

Upp­fært kl. 22.05:

Trump hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann tek­ur fram að ekki sé um múslima­bann að ræða.

„Banda­rík­in eru stolt inn­flytj­endaþjóð og við mun­um halda áfram að sýna samúð með þeim sem flýja kúg­un en við ger­um það á sama tíma og við vernd­um okk­ar eig­in borg­ara og landa­mær­in. Banda­rík­in hafa alltaf verið land hinna frjálsu og heim­ili hinna hug­rökku,“ sagði hann í yf­ir­lýs­ingu sinni.

„Til að hlut­irn­ir séu á hreinu þá er þetta ekki múslima­bann eins og fjöl­miðlar hafa rang­lega greint frá. Þetta snýst ekki um trú­ar­brögð. Þetta snýst um hryðju­verk og að halda land­inu ör­uggu.“

Hann bætti við að til­skip­un hans hefði eng­in áhrif á yfir 40 múslimaríki í heim­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert