Ákærður fyrir fimm morð

AFP

Kanadíska lögreglan hefur ákært fransk-kanadískan námsmann fyrir morð vegna skotárásarinnar í mosku í borginni Quebec í Kanada í gærkvöldi. Sex múslimar létu lífið í árásinni þar sem þeir voru við bænahald.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að hinn 27 ára gamli Alexandre Bissonnette sé ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Fimm eru enn á sjúkrahúsi en tólf aðrir særðust minna og voru sendir heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra.

Bissonnette stundaði nám í stjórnmálafræði við Laval University. Fram kemur í fréttinni að hann hafi lýst yfir aðdáun sinni á bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, á samfélagsmiðlum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka