Tíu ára gömul nígerísk stúlka lést þegar sjálfsvígssprengjuvesti sem hún klæddist sprakk í bænum Banki í Borno-ríki skammt frá landamærum Kamerún.
Musa Ahmad, sem er í herdeild Nígeríuhers sem berst gegn Boko Haram vígasamtökunum, segir að stúlkan hafi komið inn á svæði hersins og verið á leið inn í búðir fólks sem er á flótta í heimalandinu (IDP). Hún var beðin um að stöðva af hermönnum en hún virti beiðni þeirra að vettugi að hans sögn. Þeir hótuðu að skjóta hana ef hún myndi ekki nema staðar þannig að hún hlýddi og var beðin um að lyfta upp andlitsslæðunni. Að sögn Ahmad virkjaði stúlkan eftir að hafa lyft upp andlitsslæðunni. Hermennirnir sluppu ómeiddir en eins og áður sagði lést stúlkan.
Fyrr í mánuðinum var ung kona og unglingspiltur skotin til bana þegar þau neituðu að heimila hermönnum að leita á sér við búðirnar. Þau voru bæði klædd í sprengjuvesti.