Tíu ára framdi sjálfsvígsárás

AFP

Tíu ára göm­ul níg­er­ísk stúlka lést þegar sjálfs­vígs­sprengju­vesti sem hún klædd­ist sprakk í bæn­um Banki í Borno-ríki skammt frá landa­mær­um Kam­erún. 

Musa Ahmad, sem er í her­deild Níg­er­íu­hers sem berst gegn Boko Haram víga­sam­tök­un­um, seg­ir að stúlk­an hafi komið inn á svæði hers­ins og verið á leið inn í búðir fólks sem er á flótta í heima­land­inu (IDP). Hún var beðin um að stöðva af her­mönn­um en hún virti beiðni þeirra að vett­ugi að hans sögn. Þeir hótuðu að skjóta hana ef hún myndi ekki nema staðar þannig að hún hlýddi og var beðin um að lyfta upp and­lits­slæðunni. Að sögn Ahmad virkjaði stúlk­an eft­ir að hafa lyft upp and­lits­slæðunni. Her­menn­irn­ir sluppu ómeidd­ir en eins og áður sagði lést stúlk­an.

Fyrr í mánuðinum var ung kona og ung­lings­pilt­ur skot­in til bana þegar þau neituðu að heim­ila her­mönn­um að leita á sér við búðirn­ar. Þau voru bæði klædd í sprengju­vesti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert