„El Chapo“ ekki sáttur í bandarísku fangelsi

Joaquín „El Chapo“ Guzman í fylgd lögregluyfirvalda.
Joaquín „El Chapo“ Guzman í fylgd lögregluyfirvalda. AFP

Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquín „El Chapo“ Guzman hefur lagt fram kvörtun fyrir bandarískum dómstólum þar sem hann telur þær aðstæður sem hann býr við í bandarísku fangelsi óviðunandi. Guzmán var framseldur til Bandaríkjanna 20. janúar af yfirvöldum í heimalandi sínu.

Hann er í haldi í fangelsi í New York sem tryggir hámarks öryggi. Samkvæmt lögmönnum hans hefur eiginkona hans ekki fengið að heimsækja hann í fangelsið og hefur honum að mestu verið haldið í einangrunarvist.

Frétt mbl.is - Guzman framseldur til Bandaríkjanna

„Við skiljum vel öryggisráðstafanirnar en teljum að nú sé gengið of langt,“ segir Michelle Gelernt, lögmaður Guzman, í viðtali við BBC. Eiginkona Guzman, hin 27 ára gamla Emma Coronel, sá eiginmann sinn, í fyrsta skipti síðan hann var framseldur, fyrir dómi í vikunni.

Dómarinn Brian Cogan benti á sögu Guzman en hann hefur ítrekað komist í fréttirnar fyrir flótta úr fangelsi, fyrst faldi hann sig í þvottakörfu og síðan hvarf hann eftir sturtu og sagði að það væri fangelsisins að ákveða hvaða öryggisráðstafanir þyrfti að gera.

Guzm­an, sem geng­ur und­ir viður­nefn­inu „El Chapo“ eða „Sá stutti“, stýrði Sinaloa-eit­ur­lyfja­hringn­um en glæpa­hóp­ur­inn er einn sá valda­mesti í heim­in­um. Viðskipti Sinaloa nema mörg­um millj­örðum Banda­ríkja­dala og ná um all­an heim líkt og marg­ar alþjóðleg­ar fyr­ir­tækja­sam­steyp­ur.

Guzman er ákærður fyrir að hafa flutt inn mörg tonn af kókaíni, heróíni, maríjúana og metamfetamíni til Bandaríkjanna. Þá er eiturlyfjahringurinn með Guzman í fararbroddi einnig ákærður fyrir að hafa framið þúsundir morða, mannrána og fyrir að hafa mútað embættismönnum.  

Emma Coronel, eiginkona Guzman, hefur ekki fengið að heimsækja eiginmann …
Emma Coronel, eiginkona Guzman, hefur ekki fengið að heimsækja eiginmann sinn í bandarískt fangelsi. Skjáskot af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka