Herinn staðfestir olíuleiðslu

AFP

Bandaríkjaher hefur upplýst Bandaríkjaþing um að hann muni veita heimild til þess að ljúka lagningu umdeildrar olíuleiðslu um Dakóta.

Af­kom­end­ur frum­byggja Banda­ríkj­anna og stuðnings­menn þeirra hafa mót­mælt verk­efn­inu harðlega, sem leiddi til þess að verk­fræðideild Banda­ríkja­hers neitaði að gefa leyfi fyr­ir fram­kvæmd­un­um.

Þúsund­ir manna höfðu þá slegið upp tjald­búðum þar sem leiðslan átti að liggja um.

Stand­ing Rock Si­oux-ætt­bálk­ur­inn hef­ur lýst áhyggj­um af mögu­legri vatns­meng­un og sagt að leiðslan myndi stefna í hættu heil­ög­um sögu­m­inj­um.

Fljótlega eftir að Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna lýsti hann því yfir að hann styddi lagninu olíuleiðslunnar.

Olíuleiðslan verður 1.886 km að lengd og fer um fjögur ríki. Lagningu hennar er nánast lokið nema þar sem mótmælendur hafast við í tjaldbúðum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert