Vilja ekki stöðva Brexit

AFP

Meiri­hluti Breta er and­víg­ur því að út­ganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu verði stöðvuð sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins Com­Res sem gerð var fyr­ir breska dag­blaðið In­depend­ent.

Breska rík­is­stjórn­in hef­ur unnið að því að und­ir­búa út­göngu lands­ins úr sam­band­inu, sem kölluð hef­ur verið Brex­it, frá því að meiri­hluti breskra kjós­enda samþykkti í þjóðar­at­kvæðagreiðslu síðasta sum­ar að ganga úr því.

Spurt var í skoðana­könn­un­inni hvort breski Verka­manna­flokk­ur­inn ætti að reyna að koma í veg fyr­ir að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu og eru 64% því and­víg. Fram kem­ur í frétt In­depend­ent að 48% kjós­enda Verka­manna­flokks­ins væru sama sinn­is en 39% væru hlynnt því að flokk­ur­inn reyndi að koma í veg fyr­ir út­göng­una.

Einnig var spurt um stuðning við stjórn­mála­flokka. Íhalds­flokk­ur­inn nýt­ur 41% fylg­is, Verka­manna­flokk­ur­inn 26%, Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar 11% hvor, Skoski þjóðarflokk­ur­inn 5% og Græn­ingj­ar 4%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka