Neitar að hafa myrt kærustu sína

Chilean Nicolas Zepeda yfirgefur dómsal í dag.
Chilean Nicolas Zepeda yfirgefur dómsal í dag. AFP

Chileskur karlmaður, sem sakaður er um að hafa myrt rúmlega tvítuga japanska kærustu sína, lýsti yfir sakleysi við réttarhöld í heimalandinu.

Nicolas Zepeda Contreras kom í fylgd lögfræðings fyrir dómara í dag þar sem hann svaraði fyrir ásakanir þess efnis að hann hefði myrt Narumi Kurosaki 4. desember. Lík henn­ar hef­ur ekki enn fund­ist en talið er að Zepeda hafi myrt hana og flúið til Chile.

„Við neitum ákæru,“ sagði lögmaður Zepeda við upphaf málsmeðferðar í dag. Skjólstæðingur hans yfirgaf dómsal skömmu síðar.

Lögregluyfirvöld í Frakkland segja að hinn 26 ára gamli Zepeda sé grunaður um að hafa látið Kurosaki hverfa. Hann var aðstoðarkennari í háskólanum í Bes­ançon þar sem Kurosaki nam en þau kynnt­ust í Jap­an. 

Lögfræðingur Zepeda neitaði að skjólstæðingur hans væri á flótta. „Við komum fyrir dómara af fúsum og frjálsum vilja,“ sagði lögfræðingurinn og bætti við að Zepeda myndi berjast gegn því að verða framseldur til Frakklands.

Nokkr­ir náms­menn sem búa á sömu hæð og Narumi á stúd­enta­görðum há­skól­ans heyrðu há­reisti að kvöldi 4. desember en síðan hef­ur hvorki fund­ist tang­ur né tet­ur af Narumi. 

Anne-Laure Saill­et, tví­tug­ur námsmaður, seg­ist hafa heyrt hávaða og síðan há­vært óp. Hún seg­ir að í fyrstu hafi hún talið að ein­hver væri að horfa á hryll­ings­mynd en svo hafi hún orðið áhyggju­full.

Narumi Kurosaki hvarf 4. desember.
Narumi Kurosaki hvarf 4. desember. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert