„Núna þegar átökin tilheyra fortíðinni geta þessar tvær borgir haldið áfram að treysta vinaböndin sem byggja á virðingu og trausti sem liggur djúpt í sameiginlegri sögu okkar og þeim fórnum sem við höfum þurft að færa,“ segir Elsa Yoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs, í frétt BBC.
Í næstu viku munu breskir sjómenn sem tóku þátt í þorskastríðinu við Íslendinga afhenda okkur bjöllu sem táknræn vinarhót. Sjómenn sem voru um borð í skipinu Arctic Corsair sem varðskipið Óðinn rak burt úr landhelgi okkar koma í fjögurra daga ferð til landsins. Þeir munu hitta fyrir íslenska sjómenn sem tóku þátt í þorskastríðinu.
„Í mörg ár héldu skip hvaðanæva úr heiminum á ríkuleg fiskimið við Ísland. Þessi einstaka heimsókn er tilraun okkar til að sýna vináttu í verki fyrir báða deiluaðila í þorskastríðinu,“ segir Terry Geraghty, borgarfulltrúi frá Hull. Skipið Arctic Corsair var gert út af hafnarborginni Hull.
Heimsóknin er einnig hluti af stærra verkefni á safninu um þorskastríð Breta og Íslendinga sem er í hafnarborginni Hull.
„Það er mikilvægt að þessir fyrrverandi sjómenn fái tækifæri til að mynda tengsl við starfsbræður sína því löndin deila merkri sögu þar sem meðal annars mannslíf hafa týnst á sjó,“ segir Tom Goulder, aðstoðarsafnvörður safnsins.