Þúsundir minntust Nemtsov

Frá göngunni í Moskvu í dag. Stuðningsmenn sjást hér halda …
Frá göngunni í Moskvu í dag. Stuðningsmenn sjást hér halda á teikningu af Boris Nemtsov. AFP

Þúsundir komu saman í miðborg Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov sem var skotinn til bana við Kreml fyrir tveimur árum, að því er fram kemur á vef BBC.

Nemtsov komst fyrst til áhrifa í Rússlandi undir stjórn Boris Jeltsín og gegndi hann stöðu aðstoðarforsætisráðherra í ríkisstjórn hans en nýlega var hann andlit stjórnarandstöðu Rússlands.

AFP

Réttað var yfir fimm karlmönnum frá Tétsníu í október. Þeir neituðu sök og ættingjar Nemtsov óttast að sá sem fyrirskipaði árásina muni aldrei finnast. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka