Þúsundir minntust Nemtsov

Frá göngunni í Moskvu í dag. Stuðningsmenn sjást hér halda …
Frá göngunni í Moskvu í dag. Stuðningsmenn sjást hér halda á teikningu af Boris Nemtsov. AFP

Þúsund­ir komu sam­an í miðborg Moskvu, höfuðborg­ar Rúss­lands, til að minn­ast stjórn­ar­and­stæðings­ins Bor­is Nemt­sov sem var skot­inn til bana við Kreml fyr­ir tveim­ur árum, að því er fram kem­ur á vef BBC.

Nemt­sov komst fyrst til áhrifa í Rússlandi und­ir stjórn Bor­is Jelt­sín og gegndi hann stöðu aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra í rík­is­stjórn hans en ný­lega var hann and­lit stjórn­ar­and­stöðu Rúss­lands.

AFP

Réttað var yfir fimm karl­mönn­um frá Tétsn­íu í októ­ber. Þeir neituðu sök og ætt­ingj­ar Nemt­sov ótt­ast að sá sem fyr­ir­skipaði árás­ina muni aldrei finn­ast. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert