Eldgos er hafið í eldfjallinu Etnu á Sikiley en þetta er í fyrsta sinn í átta mánuði sem það gýs. Etna er virkasta eldfjall Evrópuen veldur sjaldan nokkru tjóni, en bærinn Catania er við rætur þess.
Etna volcano erupts in fiery show of lava in eastern Sicily. https://t.co/KhbxkDSPia pic.twitter.com/rTwigaiaEy
— ABC News (@ABC) February 28, 2017
Eldgos í fjallinu geta staðið yfir í nokkrar vikur eða mánuði og glóandi hrauntaumar leka niður hlíðar fjallsins en gosið hófst í gær.
Þrátt fyrir að eldgos og askan frá þeim geti valdið truflunum á samgöngum var flugvöllurinn í Catania opinn í dag. Yfirvöld segja bæi nærri Etnu ekki í neinni hættu.