„Ljónynjur“ handteknar

AFP

Þrjár franskar skólastúlkur, sem ganga undir heitinu „ljónynjurnar“, voru handteknar í aðgerðum lögreglunnar í gær. Að minnsta kosti ein þeirra var byrjuð að undirbúa hryðjuverkaárás í Frakklandi.

Stúlkurnar, sem allar eru í menntaskóla, tilheyra hópi á samskiptavefnum Telegram en hópurinn nefnist Les Lionnes (ljónynjurnar). Þar voru þær í samskiptum við Rachid Kassim, sem var drepinn í árás Bandaríkjahers í Írak í síðasta mánuði. Kassim er talinn hafa staðið á bak við margar árásir sem gerðar hafa verið í Frakklandi undanfarin ár.

Ein stúlknanna, sem er 19 ára, var handtekin í aðgerð lögreglunnar í Creil, Oise og önnur í úthverfi Parísar. Ekki hefur verið upplýst hvar sú þriðja var handtekin.

Frétt L'Express

Rachid Kassim.
Rachid Kassim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka