Fundu líkamsleifar

Troadec-fjölskyldan, Pascal, Brigitte, Sébastien og Charlotte.
Troadec-fjölskyldan, Pascal, Brigitte, Sébastien og Charlotte. AFP

Lögreglan hefur fundið líkamsleifar við rannsókn sína á hvarfi frönsku Troa­dec-fjöl­skyld­unn­ar. Fjölskyldan hvarf sporlaust 16. febrúar. Á sunnudag var mágur fjölskylduföðurins handtekinn, grunaður um að hafa myrt fjölskylduna vegna deilna um arf. Hann játaði síðar að hafa orðið fjölskyldunni að bana. 

Líkamsleifarnar fundust á heimili mágsins, Hubert Ca­ouissin. Hann fylgdi lögreglu í dag að býli sínu sem er á afskekktu svæði í norðvesturhluta Frakklands þar sem líkamsleifarnar fundust. Hann hefur viðurkennt að hafa brytjað líkin niður. Hann segist hafa brennt hluta af líkamsleifunum og grafið aðra.  

Fjöl­skyld­an, hjón­in Pascal og Brigitte, bæði 49 ára, og börn þeirra, Sé­bastien og Char­lotte, 21 og 18 ára, hurfu spor­laust af heim­ili sínu 16. fe­brú­ar og var eins og jörðin hefði gleypt þau í fyrstu. Síðan fóru að koma vís­bend­ing­ar fram, svo sem líf­sýni og hlut­ir í eigu þeirra sem vörpuðu ljósi á rann­sókn­ina. Ca­ouissin og eig­in­kona hans, Lydie, syst­ir Pascals, voru hand­tek­in á sunnu­dag og játaði hann fljótlega að hafa myrt fjöl­skyld­una.

Ca­ouissin sagði við yf­ir­heyrsl­ur að hann hafi talið að Pascal hafi haldið eft­ir gull­mynt eft­ir and­lát föður þeirra Lydie, en aðrir í fjöl­skyld­unni hafi átt sama rétt á henni. 

Hann verður ákærður fyr­ir morð en eig­in­kona hans verður ákærð fyr­ir að koma sönn­un­ar­gögn­um fyr­ir og aðstoða við glæp­inn með því að aðstoða Ca­ouissin við að farga lík­un­um. 

Þess ber að geta að fréttir hafa verið misvísandi varðandi tengsl Caouissin við Troadec-fjölskylduna.

Uppfært kl. 16.34:

AFP hefur gert grein fyrir tengslum Caouissin við við Troadec-fjölskylduna. Maki Caouissin, Lydie Troadec, er systir Brigitte. Pascal Troadec og Caouissin eru því svilar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert