Hanna höfuðklúta fyrir íþróttakonur

Zahra Lari.
Zahra Lari. Instagram-síða Lari

Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sett á markað höfuðklút (hijab) fyrir íþróttakonur sem eru múslimar. Klúturinn hefur verið í hönnun í ár en skautadrottningin Zahra Lari hefur unnið að þróuninni með hönnuðum Nike.

Klúturinn er gerður úr léttu og teygjanlegu efni sem andar. Hann er hannaður þannig að hann sitji fast og krumpist ekki, segir í frétt Guardian.

Klúturinn verður í þremur litum og verður settur í almenna sölu á næsta ári. Lari, sem mun væntanlega keppa á vetrarólympíuleikunum á næsta ári í Suður-Kóreu birti mynd af sér með klútinn á Instagram. Lari er frá Abu Dhabi og keppir fyrir Sameinaða arabíska furstadæmið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert