Barnaníðingur þóttist vera Bieber

Þessi mynd er af Justin Bieber en ástralskur maður fékk …
Þessi mynd er af Justin Bieber en ástralskur maður fékk fjölmörg börn til þess að senda sér djarfar myndir undir því yfirskyni að hann væri söngvarinn. AFP

Rúmlega fertugur Ástrali, sem þóttist vera kanadíski söngvarinn Justin Bieber, hefur verið ákærður fyrir rúmlega 900 barnaníðsbrot. Brotin beindust gegn 157 börnum.

BBC hefur eftir lögreglunni í Queensland að maður hafi fengið börnin til þess að senda sér djarfar myndir á netinu. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur börnum en alls eru ákæruliðirnir rúmlega 930 talsins. Börnin sem um ræðir eru alls staðar að úr  heiminum.

Yfirlögregluþjónn, Jon Rouse, varar unga aðdáendur Justin Bieber og foreldra þeirra um gæta varúðar á netinu og láta ekki níðinga gabba sig. „Sú staðreynd að svo mörg börn trúðu því að þau ættu í samskiptum við þennan fræga einstakling sýnir vel að við verðum að endurskoða hvernig við færðum börn okkar um öryggi á netinu,“ segir Rouse.

Lögreglan í Queensland staðfestir að hún hafi upplýst lögregluyfirvöld í fleiri ríkjum um rannsóknina, bæði lögreglu í Þýskalandi og Bandaríkjunum.

50 barnanna eru búsett í Bandaríkjunum, sex í Ástralíu og 101 barn er af óskilgreindu þjóðerni, segir í frétt BBC en þar eru ákæruliðirnir sundurgreinir. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka