Fór sem betur fer fyrst í búðina

Fjöldi sjúkrabifreiða og slökkviliðsmanna eru á vettvangi.
Fjöldi sjúkrabifreiða og slökkviliðsmanna eru á vettvangi. AFP

Ásgeir Halldórsson býr í Pétursborg í Rússlandi en hann segir að það hafi verið hans gæfa að hann ákvað að fara út í búð áður en hann hugðist fara í neðanjarðarlestina. Eins og komið hefur fram eru í það minnsta 10 látnir eftir sprengingu í neðanj­arðarlest­akerfi borgarinnar.

Ég ætlaði að fara í neðanjarðarlestina hjá mér en sem betur fer fór ég í búðina á undan. Þá voru sjúkrabílarnir byrjaðir að drífa að og það voru svakaleg læti,“ segir Ásgeir í samtali við mbl.is en hann fer á lestarstöðina Sennaja Plot­sjad tvisvar til þrisvar á dag. „Þetta er stöðin mín.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tæk­inu sem ann­ast jarðlest­akerfi borg­ar­inn­ar sprakk sprengja í einni af lest­um borg­ar­inn­ar en búið er að loka jarðlestakerfinu. Rætt hefur verið um hryðjuverk en rússnesk yfirvöld hafa ekki staðfest það.

Ásgeir segir að það hafi verið mikil geðshræring á svæðinu. „Fólk kom upp og enginn vissi í raun hvað var að gerast. Ég fór bara heim og kveikti á sjónvarpinu og sá þá að sprengja hafði verið sprengd.“

Hann segir að það sé ömurlegt að vita til þess að þetta hafi gerst en fjöldi fólks hafi verið grátandi fyrir utan lestarstöðina. „Sem betur fer var þetta á milli ferða hjá mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert