Tíu látnir og fimmtíu særðir

Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter

Að minnsta kosti tíu eru látnir og fimmtíu særðir eftir eftir að sprenging varð í neðanjarðarlestakerfi St. Pétursborgar í Rússlandi í hádeginu.

Rússneska fréttastofan Interfax segir að að minnsta kosti 25 manns, þar á meðal eitt barn, hafi verið færð á sjúkrahús í borginni eftir sprenginguna.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er í St. Pétursborg og hefur hann verið upplýstur um árásina en ekki er vitað hverjir standa á bak við tilræðið. Vottaði hann ástvinum fórnarlambanna samúð sína áður en hann fór á fund með forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, í borginni.

Hann segir of snemmt að segja til um hvað olli sprengingunni, um hryðjuverk geti verið að ræða en einnig annars konar glæp. Þá segist hann hafa rætt við forstjóra leyniþjónustunnar FSB og við önnur löggæsluyfirvöld.

Ásgeir Hall­dórs­son býr í Pét­urs­borg í Rússlandi en hann seg­ir að það hafi verið hans gæfa að hann ákvað að fara út í búð áður en hann hugðist fara í neðanj­arðarlest­ina.

Særður maður borinn á börum út úr Technological Institute-stöðinni.
Særður maður borinn á börum út úr Technological Institute-stöðinni. AFP

Aftenposten hefur eftir rússneska fréttavefnum life.ru að miklar skemmdir hafi orðið á lestarvögnum og vitni segja að mikill reykur komi upp frá lestarstöðinni Sennaja Plotsjad í miðborginni. Rætt er um hryðjuverk en það hefur ekki fengist staðfest hjá rússneskum stjórnvöldum.

Dyr vagnsins sprungið

Samkvæmt Tass og Interfax fréttastofunum sprakk sprengjan í lestarvagni skammt frá Sennaya Ploshchad-lestarstöðinni og eins virðast skemmdir hafa orðið á nærliggjandi stöð í miðborginni. Myndir á samfélagsmiðlum sýna lestarvagn á Sennaya-stöðinni þar sem dyr vagnsins hafa greinilega sprungið og slasað og látið fólk allt í kring.

Öllu jarðlestakerfinu lokað

Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að um mannfall sé að ræða og að rannsókn sé hafin á vegum ríkissaksóknara. Heimildir fjölmiðla herma að tíu eða fleiri séu látnir. Járnbrautarfyrirtækið í St. Pétursborg hefur lokað lestarstöðvunum tveimur; Technological Institute og Sennaya Ploshchad og verið er að rýma þær og flytja farþega á brott úr lestarvögnum.

Búið er þá að loka öllu jarðlestakerfi borgarinnar.

Pútín og Lukashenko á fundi skömmu eftir árásina.
Pútín og Lukashenko á fundi skömmu eftir árásina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert