Sex „hryðjuverkamenn“ handteknir

AFP

Rússneska rannsóknarlögreglan segist hafa handtekið sex „hryðjuverkamenn“ sem voru að reyna að fá fólk til að ganga til liðs við Ríki íslams í St. Pétursborg. Mennirnir eru allir frá  Mið-Asíu. Tekið er fram í tilkynningunni að ekki hafi verið lagðar sönnur á að þeir tengist manninum sem framdi sjálfsvígsárás í jarðlest í borginni í fyrradag. 

Yfirvöld segja að sexmenningarnir hafi verið að reyna að safna nýliðum fyrir samtökin. Fólk sem væri reiðubúið að fremja hryðjuverk og starfa með vígasamtökum erlendis.

Akbarjon Djalilov framdi sjálfsvígsárás í jarðlestarkerfi St. Pétursborgar.
Akbarjon Djalilov framdi sjálfsvígsárás í jarðlestarkerfi St. Pétursborgar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert