8 teknir vegna sprengingarinnar í St. Pétursborg

Akbarjon Djalilov er talinn hafa framið sjálfsvígsárás í neðanjarðarlestinni. Lögregla …
Akbarjon Djalilov er talinn hafa framið sjálfsvígsárás í neðanjarðarlestinni. Lögregla rannsakar nú möguleg tengsl hann og annarra sem handteknir hafa verið. AFP

Átta manns hafa nú verið handteknir í tengslum við rannsóknina á sprengingunni í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg á mánudag, sem kostaði 13 manns lífið. Rússneska lögreglan hefur staðfest að sex hafa verið handteknir í Moskvu vegna málsins og tveir í St. Pétursborg.

Fyrr í dag fann rann­sókn­ar­lög­regl­an sprengju við hús­leit í St. Pétursborg og hand­tók þrjá menn í tengsl­um við þá rannsókn. Sprengj­an var gerð óvirk og lög­regl­an lagði hald á önn­ur tæki og tól til sem notuð voru til sprengju­gerðar, en fréttavefur BBC hefur eftir lögreglunni að búnaðurinn virðist sambærilegur þeim sem fannst í sprengjunni sem gerð var óvirk á Ploshchad Vosstaniya neðanjarðarlestarstöðinni, nokkru eftir að hin sprengjan sprakk.

Sam­kvæmt vitn­um voru þrír menn leidd­ir út úr íbúðinni í hand­járn­um af lög­reglu. 

Rússneska Interfax fréttastofan hefur eftir heimildamönnum að lögregla rannsaki nú möguleg tengsl milli Kirgistanans Ak­bar­jon Djali­lov sem stóð að sjálfsvígsárásinni í neðanjarðarlestinni og þeirra sem handteknir hafa verið.

Rússnesk lögregla skoðar skilríki farþega við Ploschad Revolyutsii neðanjarðarlestarstöðina í …
Rússnesk lögregla skoðar skilríki farþega við Ploschad Revolyutsii neðanjarðarlestarstöðina í Mosvku. Sex hafa verið handteknir í borginni vegna rannsóknar á sprengingunni í St. Pétursborg. AFP

Hefur lögregla staðfest að nokkrir Mið-Asíubúar hafi verið í sambandi við Jalilov.

Þá voru átta manns frá Mið-Asíu handteknir í borginni í gær í tengslum við rannsóknina á sprengjunni í lestinni og segir rannsóknarlögregla þá hafa verið handtekna fyrir að reyna að fá fólk til að ganga til liðs við Ríki íslams

Búið er að gefa upp nöfn þeirra sem fórust í sprengingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka