Rannsóknarlögreglan í Rússlandi fann sprengju við húsleit og handtók þrjá menn í tengslum við hryðjuverkaárásarinnar í St. Pétursborg fyrir nokkrum dögum þegar 14 létust. Sprengjan var gerð óvirk og lögreglan lagði hald á önnur tæki og tól til sem notuð voru við sprengjugerð.
Samkvæmt vitnum voru þrír menn leiddir út í handjárnum af lögreglu, segir í frétt BBC um málið.
Maðurinn sem er sagður hafa staðið á bak við sjálfsmorðsárásina var Akbarjon Djalilov.
Í gær tilkynnti lögreglan að rússneska rannsóknarlögreglan að hún hafi handtekið sex „hryðjuverkamenn“ sem voru að reyna að fá fólk til að ganga til liðs við Ríki íslams í St. Pétursborg. Mennirnir eru allir frá Mið-Asíu.