„Ég keyrði á trúleysingja“

Lögregla og sjúkraliðar að störfum á vettvangi árásarinnar.
Lögregla og sjúkraliðar að störfum á vettvangi árásarinnar. AFP

Rak­hmat Aki­lov, sem sænska lög­regl­an er með í haldi vegna gruns um að hann standi að baki árás­inni í miðborg Stokk­hólms á föstu­dag hef­ur játað að bera ábyrgð á árás­inni.

„Ég keyrði á trú­leys­ingja,“ sagði Aki­lov, sem er 39 ára Úsbeki að því er sænska dag­blaðið Aft­on­bla­det hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni sem teng­ist rann­sókn­inni.

Lög­regla greindi frá því í gær að Aki­lov hefði sótt um dval­ar­leyfi í Svíþjóð 2014, en verið synjað í fyrra og til­kynnt að senda ætti hann úr landi. Ekki var hins veg­ar búið að því þar sem lög­regla greip í tómt er hún ætlaði að sækja hann á heim­il­is­fangið sem hún var með skráð fyr­ir hann.

Með kemísk efni, gas og nagla í bíln­um

Fjór­ir lét­ust er Aki­lov ók inn í mann­fjöld­ann við Åhléns Center-versl­un­ar­miðstöðina í miðborg Stokk­hólms. Búið er að nafn­greina tvo þeirra, belg­íska konu, Maïlys Dereym­a­eker, sem var á leið að hitta vini og bresk­an karl­mann, Chris Bevingt­on. Níu til viðbót­ar slösuðust al­var­lega og hafa sjö þeirra hafa nú verið flutt­ir á al­menna deild en ástand tveggja er enn al­var­legt. Sjö til viðbót­ar hlutu lít­ils hátt­ar meiðsl.

Aki­lov var hand­tek­inn í versl­un­inni Circle K í Märsta, einu út­hverfa Stokk­hólms, á föstu­dags­kvöldið. Þar á hann að hafa hegðað sér und­ar­lega, verið með sýni­leg meiðsl og á að hafa sagt „það var ég sem gerði það“.

Sam­kvæmt heim­ild­um Aft­on­bla­det má rekja meiðsl Aki­lovs til elds­ins sem kviknaði þegar hann ók bíln­um á inn­gang versl­un­ar­inn­ar. Lög­regla hef­ur staðfest að hann hafi verið með hlut í bíln­um sem lík­ist sprengju, eða eld­fima hluti sem hægt var að valda skaða með. Aft­on­bla­ded seg­ir þetta hafa verið gas­flösk­ur, kemísk efni, nagla og skrúf­ur sem áttu að virka sem sprengja.

Blaðið hef­ur þá eft­ir heim­ild­ar­manni sín­um að Aki­lov hafi haldið áfram að tjá sig um málið eft­ir að hann var hand­tek­inn og á hann að hafa sagt að hann hafi „sprengt í Svíþjóð af því að við sprengj­um í hans landi.“

Sagði skip­un­ina koma frá Ríki íslams

Þá á Aki­lov að hafa sagt að hann sé múslimi og vígamaður hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams. Þá hafi „fyr­ir­skip­un“ um árás­ina á Drottn­ing­gat­an komið beint frá hryðju­verka­sam­tök­un­um í Sýr­landi.

„Spreng­ing­un­um í Sýr­landi verður að ljúka,“ seg­ir heim­ildamaður Aft­on­bla­dets að Aki­lov hafi sagt.

„Við vit­um að hann styður viss öfga­sam­tök, til að mynda hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams,“ sagði Joh­an Hys­ing hjá sænsku lög­regl­unni á blaðamanna­fundi í gær. 

Joh­an Eriks­son, verj­andi Aki­lovs, hef­ur ekki viljað tjá sig um málið held­ur ber við trúnaði.

Sænska lög­regl­an greindi frá því í gær að ann­ar maður hafi verið hand­tek­inn í tengsl­um við rann­sókn máls­ins og sögðu sænsk­ir fjöl­miðlar hand­töku­skip­un­ina gefna út vegna gruns um morð við hryðju­verk. Þá voru fimm manns sagðir sæta enn yf­ir­heyrsl­um í tengsl­um við rann­sókn­ina, en um helg­ina tók lög­regla, með aðstoð sænsku ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar Säpo, yfir 500 skýrsl­ur í tengsl­um við rann­sókn­ina og gerði hús­leit á fjölda staða. Þá hef­ur lög­regla einnig und­ir hönd­um um 70 sta­f­ræn sönn­un­ar­gögn sem þarfn­ast frek­ari rann­sókna við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert