Sporðdreki stakk farþega United Airlines

Sporðdreki.
Sporðdreki. Af Wikipedia

Kvikindi sem talið er vera sporðdreki féll ofan úr farangurshólfi og stakk mann um borð í flugvél United Airlines. Þetta hefur flugfélagið staðfest við CNBC-sjónvarpsstöðina.

Farþeginn, Richard Bell, var á leið frá Houston til Calgary á sunnudag er atvikið átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum flugfélagsins brást áhöfn vélarinnar við með því að ráðfæra sig þegar í stað við lækni á jörðu niðri sem leiðbeindi þeim um hvernig bregðast bæri við. Flugfélagið segir að áverkar mannsins hafi ekki verið lífshættulegir. 

Heilbrigðisstarfsfólk tók á móti manninum í Calgary að sögn talsmanns United.

Atvikið átti sér stað sama dag og læknir var tekinn með valdi frá borði annarrar vélar flugfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert